Mánaskin

Mánaskinsræktun

Stjörnumerki hundana



Steingeitin -
22. desember - 20. janúar:

 

Hrúturinn -
21. mars - 20. apríl:

Hundar sem fæddir eru í þessu merki eru hagsýnir og skynsamir. Gamaldags vinnusemi og heiðarleiki einkennir þá. Þeir setja markið hátt þegar þeir leita sér að maka - og sætta sig ekki við að makinn sé þeim ótrúr.

Hrútarnir eru gáskafullir og semja sig ekki að siðum annarra. Þeir eru metnaðargjarnir og duglegir og tryggir fram úr hófi og láta ekkert buga sig.

 

 


Vatnsberinn -
21. janúar - 19. febrúar:

Nautið -
21. apríl - 21. maí:

Hundar sem fæddir eru í vatnsberamerki fara ekki troðnar slóðir og vilja ævinlega vera fremst í flokki. Þeir eru stórgáfaðir og leita stöðugt að nýjum og nýjum verkefnum og finna líka nýjar lausnir á hverju vandamáli.

Hvolpar í nauti eru hjartahlýjir en um leið stöðuglyndir og hagsýnir. Þeir eru rólegir og skipulagðir og reyna að finna einföldustu lausnina á hverju verkefni. Vinirnir leita ráða hjá þeim.

 

 

Fiskarnir -
20. febrúar - 20. mars:

Tvíburarnir -
22. maí - 21. júní:

Hvolpar í fiskamerki eru mikið fyrir gælur og eru líka gamaldags. Þeir eru draumlyndir og leita aða stórum og sterkum hundi til að vernda sig og bjarga ef illa fer. Þeir eru sérlega metnaðargjarnir og reyna ekki að sýnast meira en aðrir.

Tvíburahundar geta verið klofinn persónuleika. Þeir eru einstaklingshyggjuhundar, hrífandi og daðurgjarnir og ekki alltaf skynsamir í annara augum. En þeir geta náð langt ef þeir ætla sér.

 

 

 

Krabbinn -
22. júní - 23. júlí:

Vogin -
24. september - 23. október:

Krabbahundar sýnast oft geðvondir og eins og á varðbergi. En undir niðri eru þeir bæði viðkvæmir og fullir hlýju. Þeir leggja mikið upp úr því að eiga gott heimili og eru því góðir til undaneldis, sama hvort um tík eða hund er að ræða. Þegar krabbahundurinn hefur náð hvort heldur sem er bolta, beini eða frisbí-diski myndi hann frekar missa löppina en sleppa því sem hann hefur náð að setja tennurnar í. Hann er því varasamur andstæðingur.

Hundar fæddir í vogarmerkinu eru hrífandi, líflegir og eiga létt með að hlægja að hverju sem er ! Þeir eru svolitlir daðrarar en líka fljótir að fá leið á vinum sínum.

 

 


Ljónið -
24. júní - 23. ágúst:

Sporðdrekinn -
24. október - 22. nóvember:

Öskraðu, hvolpur, öskraður ! Ljónahundar eru fæddir foringjar, svo rétt er að láta vita af sér ! Þeir eru fullir af leikaraskap og um leið eru þeir nógu glæsilegir á að sjá til þess að geta slegið ryki í augu þeirra sem umgangast þá. Þeir gæta þess að láta sér aldrei góðgæti úr loppu sleppa.

Hundar í sporðdreka hafa mikla kyntöfra og aðdráttarafl og vilja alltaf láta taka eftir sér, hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Þeir eru svolítið dularfullir en eiga ennfremur auðvelt með að ráða yfir öðrum. Þeir fá það sem þeir ætla sér, þótt þeir verði að gelta og ýlfra og beita klónum.

 

 



Meyjan -
24. ágúst - 23. september:

Bogamaðurinn -
23. nóvember - 21. desember:

Alvarlega þenkjandi meyjarhvolpar eru sveimhugar og setja oft markið hátt, og helst til hátt fyrir bæði sjálfa sig og aðra.

Hundar í þessu merki eru fullir af eldmóði og þeim dettur stöðugt eitthvað nýtt í hug og þá ekki alltaf eitthvað sem rétt væri að framkvæma, og þeir láta ekkert aftra sér frá því að ná settu marki.

 Allur réttur áskilin og í eigu Mánaskinsræktunar

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 111791
Samtals gestir: 21067
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:41

Farsími:

8630474

Um:

Mánaskins ræktun fékk ræktunar nafnið árið 1999 hjà hrfí, en ár 2001 fæddist fyrsta langhunda got Mánaskins ræktunar. Við erum aðilar í Hundaræktunarfélaginu Íshundum, og er ræktunar nafn okkar viðurkennt af FCI og UCI Allir hundar Mánaskins ræktunar eru heilsufarsskoðaðir reglulega, sýndir og ættbókarfærðir.

Tenglar